Mafía kvótagreifa, LÍÚ, og handrukkari hennar, SA, grafa undan þjóðinni. Halda úti ófriði á vinnumarkaði til að knýja fram óbreyttan gjafakvóta. Ófriðurinn stendur í vegi fyrir betra mati á Íslandi og bættu áliti landsins hjá erlendum stofnunum. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð, sem ekki átti að vera hægt að hafna. Að hætti Guðföðurins. Ríkisstjórnin átti að vera í klemmu sem hagsmunagæzlumaður Íslands. Meðan Samtök atvinnulífsins og Landssamband kvótagreifa hefðu frítt spil í landráðum. Jóhanna forsætis lét ekki valta yfir sig. Það er munur, að Bjarni Ben skuli ekki vera forsætis.