Angela Merkel er merkasti leiðtogi Evrópu á þessu ári. Hún er svo vinsæl í Þýzkalandi, að hún verður vafalaust endurkosin á næsta ári. Hvergi í Evrópu er annar leiðtogi sýnilegur. Sarkozy er skrípakarl og Brown er algert núll. Merkel hefur tekið forustu í Evrópusambandinu og hefur þar hemil á Sarkozy. Hún beitir sér fyrir viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Hún hefur gagnrýnt Rússland og Kína fyrir mannréttindabrot. Hún hefur rætt við Dalai Lama, sem aðrir þora ekki. Fyrst og fremst er hún grænasti leiðtogi Evrópu. Það er mikið sagt um konu, sem býður sig fram hægra megin við miðju stjórnmálanna.