Græna hræsnin á Live Earth

Punktar

Madonna skaðar andrúmsloftið mörgum tungum sinnum meira en þú. Hún fer allra sinna ferða í einkaflugvél eins og nokkrir Íslendingar. Samt tekur hún þátt í tónleikum Live Earth. Sama má segja um Al Gore. Höll hans, Belle Meade, notar tuttugu sinnum meiri orku en þín íbúð. En batnandi fólki er bezt að lifa. Gore hefur gert ráðstafanir til að laga orkunotkun sína og Madonna lofar bót og betrun. Þótt komið hafi í ljós hræsni í tengslum við Live Earth tónleikana, er umræðan góð um þetta. Þegar fræga fólkið erlendis fer að spara orku, fer fræga fólkið á Íslandi að gera það líka. Kannski.