Græðgisvæddar skilanefndir

Punktar

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, er samtímis á háum launum hjá Alfesca í eigu Ólafs Ólafssonar útrásarvíkings. Þetta er bezta dæmið um spillinguna, sem enn ríkir í samfélaginu, þrátt fyrir heitstrengingar um nýtt Ísland. Skilanefnd Glitnis heldur á fjöreggi Alfesca og lætur það lifa, þótt það sé gjaldþrota kruss og þvers. Ríkisstjórnin gerir ekkert í málum Árna og annarra spilltra skilanefndarmanna. Því er ástæðulaust að taka mark á fullyrðingum hennar um afnám græðgisvæðingar. Því síður er ástæða fyrir þjóðina að taka þátt í byrðunum, sem stjórnin vill velta yfir á hana.