Græðgiskarlar Samfylkingarinnar

Punktar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur birt lista yfir gæludýr Samfylkingarinnar, sem koma úr toppstöðum Landsbankans sáluga. Þar eru nöfn eins og Ingvi Örn Kristinsson, er krafðist 230 milljóna úr dánarbúi bankans. Græðgiskarlinn var þá aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar ráðherra að smíða lagagreinar um stuðning við græðgiskarla. Þar er líka Ársæll Hafsteinsson, sem Fjármálaeftirlitið rak úr skilanefnd Landsbankans. Græðgiskarlinn var samstundis ráðinn sérfræðingur nefndarinnar. Utan á Samfylkingunni, einkum Árna Páli, hanga nokkrir gerendur hrunsins, sem skaða flokkinn og þjóðina.