Græðgisfólk flokksins

Punktar

Margir þeirra, sem fóru verst út úr bankahruninu, voru langvinnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þeir, sem trúðu og töldu frjálshyggju allra meina bót. Gráðuga fólkið, sem vildi fá að vera með. Keypti pappíra fyrir lánsfé og taldi sig mundu verða ofurríkt. Einkunnarorðin voru: Grillum á kvöldin og græðum í svefni. Ofan á pappíra keypti það sér einbýli og lúxusjeppa. Þeir allra gráðugustu náðu sér í kúlulán. Síðan kom hrunið og allar eignir þessa fólks reyndust vera tálsýn ein. En skuldirnar voru margar raunverulegar. Græðgisfólkið var til skamms tíma kjölfesta Flokksins. Hvað kaus það núna?