Græðgisbanki verðlaunaður

Punktar

Steingrímur Sigfússon ráðherra ber ábyrgð á 26 milljarða króna neyðarláni til VBS fjárfestingarbanka. Ofan á annað eru börn okkar og barnabörn veðsett fyrir vonlausu láni til enn eins gjaldþrota græðgisbankans. Ég hélt, að nóg væri komið af slíku, og þá fær maður þetta í hausinn. Við slíkar aðstæður er grundvallarkrafa, að allir bankastjórar og aðrir yfirmenn séu látnir fjúka. Að minnsta kosti áður en 26 milljarðar eru afhentir. Það var ekki gert. Fyrsta verk gráðugs Jóns Þórissonar bankastjóra daginn eftir gjöfina var að bjóða í líkið af Spron. Fyrir 26 milljarða af peningum skattgreiðenda.