Ég hef nokkrum sinnum efast um skilanefndir bankanna. Þær voru skipaðar af vanhæfri spillingarstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar. Vöktu strax athygli fyrir gráðuga sjálftekt í þóknun. Leyniviðskipti formanns skilanefndar Landsbankans vegna Byrs eru þáttur málsins. Ég hef líka nokkrum sinnum efast um nýju bankastjórana þrjá vegna ýmissa mála. Staðreyndin er, að græðginni var ekki útrýmt við fall vanhæfu ríkisstjórnarinnar. Ég hef líka efast um rannsóknarnefnd Alþingis, skipaða á þeim tíma. P.S. Nú er klukkan nærri tíu á þriðjudagsmorgni og Lárus Finnbogason hefur ekki enn sagt af sér.