Stefan Löfven finnur orðið „græðgi“ til að lýsa kolleganum, sem nú er kastað á öskuhauga sögunnar. Við, sem höfum lengi sætt ákúrum fyrir að vera „stórorð“ um sérstæða gerpið, fáum uppreisn æru. Ég mun taka við síðbúnum afsökunarbeiðnum í tölvupósti. Eins og venjulega á Íslandi kemur allt réttlæti að utan. Þegar hálf heimsbyggðin dissar Sigmund Davíð, verða menn að hlusta. Ekki er hægt að sletta í góm, þegar forsætisráðherra Íslands fær yfirhalningu hjá forsætisráðherra Svíþjóðar. Hér á landi vantar flest siðræn viðmið, svo að við verðum að njóta handleiðslu að utan. Eftir átta ár frá hruni erum við varla byrjuð á uppgjöri.