Sigurður Líndal, prófessor í lögum, hefur kallað Árna Mathiesen götustrák og ofsatrúarmann. Tilefnið er, að Árni tók son Davíðs Oddssonar af botni umsækjenda og setti hann upp fyrir hæfari menn. Sigurður segir, að ofsatrúarhópar í Sjálfstæðisflokknum hafi “valdboðið eitt að leiðarljósi”. Orð Sigurðar vega þyngra eins og orð Péturs Hafstein, því að báðir hafa hingað til verið taldir hallir undir Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan fyrir andófi Sigurðar og Péturs er auðvitað þessi: Vörn Árna, eins og raunar fleiri ráðherra flokksins, einkennist af algeru áhugaleysi um röksemdir.