Við þurfum Miklubrautina í stokk frá Klambratúni að Grensásvegi, einkum þó á mótum Kringlumýrarbrautar. Hluti af götuhornum þarf þó að vera uppi á yfirborðinu. Við þurfum líka Sundabraut, einkum þó vandaða tenginu hennar við Sæbraut og Miklubraut. Markmið beggja framkvæmda er viðstöðulaus akstur vestan og sunnan af landi inn að Vatnsmýri. Slíkur akstur sparar benzín og minnkar mengun og styttir ferðatímann um borgina. Of lengi hafa flokkar ríkisstjórnarinnar unnið gegn almennilegri gatnagerð í Reykjavík og eru þeir þó afar hrifnir af göngum úti á landi.