Í frönsku byltingunni sást, að þeir, sem voru beztir á götuvígjunum, voru ekki nothæfir á þingi. Lýðurinn flykktist um vinsæla götuleiðtoga, sem síðan reyndust einskis nýtir í valdastólum. Þaðan kom spakmælið um, að byltingin éti börnin sín. Þannig hefur farið fyrir öllum, líka Búsáhaldabyltingunni. Þremenningar Borgarahreyfingarinnar hafa ekki staðið undir væntingum, ein þeirra kann ekki einu sinni á tölvu. Þau uppgötvuðu samvizku sína og reyndu jafnhraðan að selja hana ríkisstjórninni. Allt vesenið leiddi til uppnáms í flokknum. Hann vill koma böndum á þingliðið, en það lætur sér ekki segjast.