DeCode gerir okkur gott tilboð. Fyrir 60.000 krónur fáum við forvitnilegar upplýsingar um sjúkdóma okkar. Hver áhættan sé í samanburði við meðaltalið. Hvort líkur okkar á hjartabilun eða sykursýki séu miklar eða litlar. Þetta eru fréttir, sem allir þurfa að vita. Munið líka, að upplýsingarnar eru til, hvort sem þið kaupið þær eða ekki. Þær rata á endanum til þeirra, sem sízt skyldi, einkum tryggingarfélaga. Vitneskja þín eykur ekki áhættuna. Miðlægir gagnagrunnar leka alltaf. Þannig fór um korta- og reikningsnúmer 25 milljóna Breta. Þau týndust í pósti frá skattinum til ríkisendurskoðunar.