Gott stjórnlagaþing

Punktar

Gott lið hefur valizt til stjórnlagaþings. Mér sýnist þorri kosinna vilja töluverðar breytingar á stjórnarskránni. Ég sé lítið um fulltrúa hagsmuna eða stjórnmálaflokka, sem er frábært. Of lítið er að vísu af þeim, sem eiga að erfa landið. Atkvæði þeirra hafa væntanlega dreifst of mikið. Mest er um þekkta einstaklinga, sem hafa staðið sig ágætlega í lífinu. Vonandi hefur stjórnlagaþingið bein í nefi til að vinna sjálfstætt að verki sínu. Til dæmis án samráðs við Alþingi. Ég tel, að léleg kjörsókn leiði til þess, að tillögur þess hljóti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu til frekari áherzlu.