Gott hjá Þorgerði

Punktar

Gott er, að kvótagreifar og sjómenn sömdu án fjárhagslegrar þátttöku ríkisins. Ekki er heil brú í, að skattgreiðendur borgi hlut í kjörum sjómanna og nú hefur það verið aflagt. Að vísu gerðist það með því að ráðherra veifaði hótun um enn ein lögin á sjómenn. Og svo vitum við ekki enn um smáa letrið í samningunum. En á þessu stigi upplýsinga hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra haft sóma af festu sinni við að hafna aðild skattgreiðenda. Hefðbundnir kjarasamningar eru tilgangslausir, þegar annar aðilinn hefur einkarétt á veiðikvóta og getur flýtt eða frestað útgerð að vild. Miklu stærra mál er að afnema þessa úthlutun kvóta.