Gore er ekki loddari

Punktar

Fráleitt er að kalla Gore loddara. Hann er fyrrverandi pólitíkus, sem er orðinn hugsjónamaður. Fráleitt er að bera núverandi skoðanir hans saman við nokkru lakari frammistöðu hans í pólitíkinni fyrir mörgum árum. Batnandi manni er bezt að lifa. Fráleitt er að krefjast þess að hann lifi núna eftir kenningunni. Á ég þá að borga álag á skattana, af því að ég held fram, að skattar hátekjufólks séu of lágir? Telja Gore-lastarar, að annars megi ég ekki hafa þessa skoðun? Hverslags bull er þetta? Undanfarið hefur Gore gert margt gott, ekki bara umhverfinu, heldur einnig í fjölmiðlun á vegum barna.