Landsbankinn á eignir í Bretlandi. Innkomið fé á IceSave reikningum var að miklu leyti lánað aftur út þar í landi. Ætla má, að á löngum tíma sé hægt að ná í mest af því til baka. Ef allt klabbið fer ekki á brunaútsölu hjá Gordon Brown. Íslenzka ríkið á auðvitað þessar eignir. En brezka ríkið hefur tekið þær með valdi. Einfaldast fyrir íslenzka ríkið er að benda eigendum innistæðna hjá IceSave á að rukka brezka ríkið. Það sitji á eignum IceSave og eigi því að borga fyrir íslenzka ábyrgðasjóðinn. Ekki gengur, að brezka ríkið hirði eignirnar og krefji samt á íslenzka ríkið um greiðslu.