CNet notaði leitarvélina Google til að sýna, hve mikið af heimildum liggur á lausu. Fjölmiðillinn sló inn nafn Eric E. Schmidt, forstjóra Google, og komst að ýmsu, sem Google þótti ekki skemmtilegt til afspurnar. Leitarvélin gaf upp heimilisfang Eric E. Schmidt og skýrði frá 1,5 milljarða dollara eigum hans. Það tók 30 mínútur að afla slíkra upplýsinga. Kostulegast er, að Eric og Google fyrtust svo af þessum fréttum CNet, að fyrirtækið hyggst neita að ræða við fjölmiðilinn í heilt ár. Google ætti auðvitað að hengja sjálft sig í stað þess að hengja bakarann fyrir smið.