Göngum hreint til verks

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn kemst óþægilega nærri veruleikanum í auglýsingu sinni á bls. 5 í Fréttablaðinu í dag. Þar er efst mynd af rosakátum frambjóðendum. Fremstir fara þar Illugi Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Til hægri nálgast þrír ræningjar og ganga hreint til verks með fulla poka af ofurstyrkjum. Eru dulbúnir eins og ræningjarnir í Kardimommubæ. Það eru þeir Baugur og Bjöggi, en ég sé ekki vel, hver sá þriðji er. Kannski hinn Bjögginn, kannski Finnur eða Ólafur, kannski Alcoa eða Rio Tinto. “Göngum hreint til verks” stendur svo neðst á auglýsingunni.