Aldraðir munu smám saman hætta að vera baggi á samfélaginu, af því að við höfum sérstakt lífeyriskerfi, þar sem fólk safnar sjálft fyrir lífeyri, sem safnast upp, en streymir ekki gegnum kerfið frá vinnandi fólki og skattgreiðendum til eftirlaunafólks. Þetta ágæta kerfi er þegar farið að virka. … Eftir nokkra áratugi mun meirihluti þeirra, sem hætta að vinna, áfram hafa óbreytt lífskjör af uppsöfnuðum lífeyri sínum. Þeir munu geta keypt vörur og þjónustu, hvernig sem árar að öðru leyti. Þeir munu verða kjölfesta samfélagsins, því að peningar þeirra munu hringsóla í efnahagslífinu. …