Góðu fé kastað eftir vondu

Punktar

Gerið það, ekki bjarga bönkunum og bankastjórunum og hluthöfunum. Er of stór biti í háls fátækra. Setur ríkið sjálft á hausinn. Dragið því ekki lífeyrissjóðina inn í hítina. Þeir verða að eiga traustar eignir erlendis, ekki innlendar spilaborgir græðgiskarla. Sjóðirnir eru fyrir fátæka og eiga góðar eignir erlendis. Aðalatriðið er að kasta ekki góðu fé eftir vondu fé. Ríkissjóður hefur því miður þjóðnýtt Glitni, það kostar morð fjár. Þekktir erlendir sérfræðingar telja það hafa verið vont. Nú er brýnt að klippa milli vondra peninganna og góðra. Geir er bara að bjarga græðgiskörlunum.