“Við fáum lánaða peninga frá Kína til að kaupa olíu í Persaflóa til að sóa henni í umhverfiseyðingu.” Segir Al Gore um orkustefnu George W. Bush. Á tíma hækkandi olíuverðs er erfitt að hafna kröfum um róttækar úrbætur. Senn líður að minni framleiðslu á olíu og svimandi verðlagi. Við vitum ekki, hvað börn okkar munu gera, þegar lýkur olíuöld. Við getum ekki frestað vandanum öllu lengur. Við þurfum að flýta okkur yfir í aðra orku. Við höfum sóað tíma í drauma um vetni og lífræna orku, en trassað að þróa raforku, sólarorku, vindorku. Allt of mikill hægagangur er á þróun slíkra orkugjafa.
