Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er illa þokkaður um allan þriðja heiminn. Hefur veitt vond ráð og verið hallur undir einkavæðingu auðlinda. Því er eðlilegt, að við gætum okkar. En ég sé engin merki þess, að helztu firrur sjóðsins séu framkvæmdar hér á landi. Sjóðurinn þrýstir ekki á sölu auðlinda. Hann vill, að ríkið nái jafnvægi í rekstri, hækki skatta og minnki þjónustu. Það er ósköp gamaldags og traust viðhorf til rekstrar. Allt frá Hitler hafa sumir aðrir viljað eyða og sukka sig úr vandræðum, framleiða veltu með handafli. Ráð sjóðsins á því sviði eru betri og farsælli en ráð alkunnra lýðskrumara.