Góð byrjun lofar góðu

Punktar

Píratar hafa tíu manns á alþingi á þessu kjörtímabili og þar með fjármagn til aðstoðarfólks fyrir þingmenn. Alls er þetta myndarlegur hópur, sem hefur haldið merki flokksins vel á lofti, misjafnlega þó. Þau, sem borið hefur mest á, hafa flest staðið sig vel. Sýnt þekkingu á málefnum og betri framtíðarsýn er þingmenn annarra flokka. Þótt flokkurinn sé í stjórnarandstöðu, er hann vel sýnilegur og rödd hans skýr. Þegar dregur að næstu kosningum, hafa píratar frambærilegt lið til að vinna flokknum aukið fylgi. Fólk, sem þekkir takmörk og möguleika þingsins og kann til verka á þeim vettvangi. Þjóðin venst pírötum og treystir þeim betur.