Góð afstaða

Punktar

Eina undantekningin á óbeit ríkisstjórnarinnar á góðum málum er stuðningur umhverfisráðuneytisins við bókunina um losun gróðurhúsalofttegunda, sem kennd er við Kyoto. Á alþjóðlegum framhaldsfundi í Montreal í Kanada hafa fulltrúar ráðuneytisins staðið með Norðurlöndum og öðrum Evrópuríkjum um afstöðu, sem er andstæð sterkri afneitun Bandaríkjastjórnar. Allir aðrir en Ástralía, þar á meðal Bretland, eru andvígir sjónarmiðum Bandaríkjanna, sem líkja má við kengúrur þær, sem stinga höfðinu í sandinn í Ástralíu. Afstaða Íslands er góð og laus við undanbrögð.