Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sér rautt í viðtali við Morgunblaðið. “Við sitjum uppi með Íbúðalánasjóð,” segir hann. Satt er það, að bönkunum tókst ekki að kála sjóðnum í fyrra. Þeir sjá núna rautt yfir, að sjóðurinn geti lánað fólki á skikkanlegri vöxtum en þeir. Bankarnir geta ekki keppt við sjóðinn, þeir fá ekki lengur ódýra peninga frá útlöndum. Við skulum fagna því, að Íbúðalánasjóður sé til. Að hann geti lánað fólki án þess að setja það á hausinn. Ef bankarnir væru einir um hituna, mundu þeir setja fólk á hausinn með okurvöxtum. Við þökkum Framsókn fyrir Íbúðalánasjóð.