Gleymd og grafin lyf

Punktar

Hagsmunaaðilar geta verið frábærlega skemmtilegir. Sölu- og markaðsstjóri fyrir Pfizer á Íslandi skrifar grein í Mogga um, að ekki sé nóg, að lyf séu gagnleg, heldur þurfi að kynna þau, svo að þau komi að gagni. Hún er með þessu að verja mútur lyfjafyrirtækja til að fá lækna til að ávísa þessum lyfjum. Hún minnist ekki einu orði á, að markaðsmál eru hærri rekstrarkostnaður stóru lyfjafyrirtækjanna en rannsóknir þeirra. Greinin er gott dæmi um, hversu óralangt frá raunveruleikanum er blindur áróður markaðsstjóranna.