Gleði og sorgir

Punktar

Við, sem erum ekki brennd af dálæti á pólitískri taktík hversdagsins á Alþingi, tökum líka eftir, að mara Davíðs Oddssonar þjakar ekki ýmsa millistjórnendur í valdakerfinu eins og áður. Allt þetta, sem hér hefur verið rakið að ofan, getur gert útgáfu Morgunblaðsins erfiðari en áður. En hins vegar er af nógu að taka hjá alvöru fjölmiðlum, sem átta sig á, að þjóðirnar í landinu eru tvær, annars vegar pólitíkusar og hirðmenn þeirra og hins vegar almenningur og gleði hans og sorgir, miklu merkilegri en pólitískt þref gamla tímans. Þið hafið líka séð, að af nógu er að taka í DV þessa dagana.