Þú getur horft á vatnsglas og sagt það vera hálftómt. Ég get horft á sama vatnsglas og sagt það vera hálffullt. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur heimilum í erfiðleikum fjölgað um helming frá hruni. Einnig má líta á, að staða heimilanna var líka erfið fyrir hrun. Árið 2004 átti tæpur helmingur heimila erfitt með að ná endum saman, en nú er það rúmlega helmingur. Þá áttu 10% MJÖG erfitt og rúmlega 10% núna. Því er ekki nýtt, að fólk þurfi að velta hverjum eyri fyrir sér. Samt hefur orðið hrun í millitíðinni. Líta má á þetta afstætt sem góðan árangur, þótt skuldir almennings séu of miklar.