Glæpsamlegt þagnarsamsæri

Punktar

Af lýsingu Arnórs Sighvatssonar að dæma héldu Davíð og Geir dauðastríði bankanna leyndu fyrir þjóðinni árum saman. Allt frá árinu 2005 hafi verið ljóst, að í óefni stefndi. Verulegur háski hafi verið kominn til sögu árið 2006. Eigi að síður var haldið áfram sömu vitleysunni með auknum þunga. Bönkunum var leyft að leika lausum hala. Bankastjórarnir fengu að haga sér eins og brjálaðir menn. Ríkisstjórnin lét búa til áróðursgögn um fjármálasnilld Íslendinga. Og tók alla gagnrýnendur óblíðum tökum. Þetta var glæpsamlegt þagnarsamsæri gegn þjóðinni og útlendingum líka. Með samsærinu var tjón okkar margfaldað.