Glæpsamlegt aðgerðaleysi

Punktar

Geir H. Haarde er sekur um glæpsamlegt aðgerðaleysi. Það segja skýrslurnar. Fréttir þess tíma sögðu hið sama. Strandkapteinninn tók ekki á vandræðum, sem hrönnuðust upp. Hann fór út úr eðlilegu samráðsferli. Hélt ráðherrum utan ferilsins, þótt þeir ættu að vera innan hans. Reyndi að halda öllu óveðrinu leyndu og að ljúga heima og erlendis. Um þetta eru nægar heimildir í sannleiksskýrslunni og í þingmannaskýrslunni. Geir var svo sannfærður um ágæti einkavinavæðingar og eftirlitsleysis, að hann gat ekki tekið á málinu. Kallast glæpsamlegt aðgerðaleysi. Málið gegn Geir er ekki pólitísk ofsókn.