Glæpir margborga sig

Punktar

Fyrirtæki verða ekki fyrir miklu tjóni, þótt upp komist um svindl og svínarí. Europol hefur reiknað út, að sektir slíkra fyrirtækja í Evrópu nema bara 2,2% af hagnaðinum af glæpum þeirra vegna haldlagningar eða kyrrsetningar. Glæpir borga sig og bezt borga sig fjárglæfrar. Við höfum séð þetta á Íslandi, þar sem bankar og bankastjórar hrunbankanna fá aðeins málamyndadóma fyrir tugmilljarða svindl og svínarí. Þessir glæpir eru nefnilega taldir yfirstéttarglæpir og þá eru viðurlög mest til að sýnast. Nærri 98% þýfisins situr eftir hjá þjófunum.