Gjaldþrota í vellystingum

Punktar

Hreiðar Már Sigurðsson lifir í vellystingum praktuglega í Lúxemborg. Hreiðar Már Sigurðsson ehf. er hins vegar gjaldþrota upp á sjö milljarða. Sjúkt er það þjóðfélag, sem leyfir slík ólög. Þannig standa mál útrásarvíkinga og útrásarbankabófa. Eignarhaldsfélög þeirra um þá sjálfa eru gjaldþrota, en sjálfir liggja þeir á milljörðum erlendis. Borgarar landsins sæta 20% rýrnun lífskjara að meðaltali til að gera þetta kleift. Eðlilegt er, að fólk telji maðka vera í mysunni. Ef það er lögum samkvæmt, þá eru það hin verstu ólög. Og ekkert hefr verið gert til að hindra hliðstæða fjárglæfra í framtíðinni.