Gjaldþrota frjálshyggja

Punktar

Gylfi Magnússon hagfræðingur lýsti stöðu þjóðarinnar vel á Austurvelli á laugardaginn: Hugmyndafræðin, sem kom okkur í hana, er andlega gjaldþrota. Þeir, sem fóru fyrir henni, þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Einkageirann þarf að losa við meinsemdir útrásarvíkinga, með öll sín eignarhaldsfélög, Group, bókhaldsbrellur, vogaðar stöður, skattaskjól, eigna og stjórnunartengsl og pólitísk tengsl. Stutt og laggott hjá Gylfa.