Sjálfstæðisflokkurinn ber hálfa ábyrgð á hruninu. Lyfti til valda Davíð Oddssyni. Sem fylgdi kreddu frjálshyggjunnar. Efldi ábyrgðarlausa banka án regluverks og eftirlits. Varði síðan frjálshyggjuna norður í Seðlabanka. Var áfram bossi yfir Geir Haarde. Þetta leiddi til hruns bankanna. Margfalt meira hruns en í öðrum löndum, því að eftirlitið var ekkert hér. Hina hálfu ábyrgðina bera græðgiskarlar frjálsu bankanna. Þeir lögðu þjóðina að veði fyrir græðgi sinni. Með í þessari siðferðilegu ábyrgð hanga jámenn Davíðs í Svörtuloftum, ríkisstjórnir hvers tíma og steinsofandi fjármálaeftirlit.