Ríkið þarf að taka risalán á afarkjörum í útlöndum til að afla gjaldeyris. Ríkið verður samt að neita fleiri bönkum um hlutafé eða lán. Útrásarruglið og fjármálafyrirtækin mega rúlla. Ríkið hefur aðrar skyldur. Þarf að efla Íbúðalánasjóð, ábyrgjast innistæður í lífeyrissjóðum og séreignasjóðum. Þarf að samþykkja eitt nýtt álver, í Helguvík. Þarf að passa, að olía sé til í landinu, svo að sjávarútvegurinn gangi. Ferðaþjónustan mun blífa eins og álbræðslan og sjávarútvegurinn. Það verður bara fjármálasirkusinn, sem rústast. Við það verður þjóðin að sitja og þrauka svo þorrann næstu árin.