Getur ekki útskýrt hækkun

Punktar

Seðlabankanum og Peningastefnunefnd tókst ekki að útskýra fyrir okkur, að vaxtahækkun sé málið. Flestir gagnrýna 0.25% hækkun stýrivaxta í morgun. Það er eins og bankinn vilji slá á þenslu, en hver er sú þensla? Engin merki eru um, að fjármagn sé að koma inn á markaðinn. Lífeyrissjóðirnir eru raunar eini lánveitandinn, því að bankarnir eru bara útblásnar rukkunarblöðrur. Kannski þurfa sjóðirnir vaxtahækkun til að fást til að makka. Hitt er svo rétt, að engin kreppa er í atvinnulífinu, þótt margir trúi því. Atvinnulífið keyrir á 95% dampi. En Seðlabankinn hefur ekki burði til að útskýra þetta.