Gert út á flokka.

Greinar

Reynir Hugason verkfræðingur sýndi fram á það með einrföldu reikningsdæmi Í Dagblaðinu í fyrradag, að einfaldasta leiðin til að verða ríkur á Íslandi er að ná sér í sem mest af lánum. Víð þetta reikningsdæmi má svo bæta, að til þess að fá lán þurfa menn að gera út á stjórnmálaflokkana.

Dæmi Reynis fjallaði um mann, sem tekur milljónn krónur að láni með 18% vöxtum við 50% verðbólgu. Á aðeins einu ári er beinn heildarhagnaður af lántökunni 286.000 krónur eða tæplega 30%, auk þess sem fasteignin, er lánið var lagt í, heldur raunverulegu verðgildi sínu í verðbólgunni.

Augljóst má vera, að útgerð af þessu tagi er mun arðbærari en atvinnurekstur og hálaunamennska. Þess vegna hljóta allir menn, sem vilja verða ríkir, að reyna að komast yfir sem mest af lánum til að kaupa fyrir fasteignir.

En þá kemur það babb í bátinn, að menn hafa ekki aðgang að sjóða- og bankakerfinu. Venjulegir einstaklingar geta að vísu fengið jarðarfararvíxla og venjuleg fyrirtæki geta fengið fyrirgreiðslu, sem getur e.t.v. numið tveggja til fjögurra vikna veltu þeirra.

Þeir, sem vilja komast yfir þessa hindrun, snúa sér að einhverjum stjórnmálaflokknum og fara að hjálpa honum, einkum fjárhagslega. Stjórnmálamennirnir taka þessu fegins hendi og benda bankastjórum sínum á, að hér sé á ferðinni “okkar maður”, sem eigi skilið góða fyrirgreiðslu.

Að vísu fjölgar þeim bankastjórum, sem hafa víðari sjóndeildarhring en flokkspólitískan og reyna að beina lánveitingum sínum inn á heilbrigðari vettvang. Þess vegna er hægt að fá lán án milligöngu stjórnmálaflokka, en auðvitað aðeins til skynsamlegra verkefna.

Inn á milli smáskammtalækninga bankanna á venjulegum rekstri skjóta jafnan upp kollinum furðulega háar lánveitingar til ævintýramanna á vegum stjórnmálaflokkanna. Þeir fá störlán til að kaupa stórhýsi án eigin framlags og verða síðan ríkir á verðbólgunni.

Þetta verður til þess, að ævintýramennirnir geta stutt flokkinn enn betur, flokkurinn verður enn kátari, kýs þessa menn í sívaxandi trúnaðarstöður og veitir þeim auknar fyrirgreiðslur Í bönkunum. Þannig eignast menn Hótel Norðurljös og Grjótjötun, svo að þekktustu dæmin séu nefnd.

Annars vegar sýnir þetta þjóðinni, að nauðsynlegt er að rjúfa tengslin milli stjórnmálaflokkanna og bankavaldsins. Alþingismenn eiga að setja lög og velja ríkisstjórnir, en ekki að stjórna lánsfjármagni þjóðarinnar.

Hins vegar sýnir þetta þjóðinni, aó lán þurfa að vera með þeim hætti, að þau séu ekki hálfgildings gjafir. Hugsanloga mætti gera það meó því að koma vorðbólgunni niður fyrir vaxtaprósentuna. Fn því miður eru skjólstæðingar verðbólgunnar of valdamiklir til þess, að svo megi verða í náinni framtíð. Til að byrja með mætti því koma á algildri verðtryggingu fjárskuldbindinga.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið