Gerist Davíð landflótta?

Punktar

Fé Seðlabankans sogaðist inn í gjaldþrot bankanna og í eigendur jöklabréfa. Ekkert aðhald var í Seðlabankanum á útstreymi fjár. Sjá Fréttablaðið í dag. Því gat Seðlabankinn ekki gegnt hlutverki sínu, þegar grípa þurfti til varasjóðsins. Því spyrja menn núna: Er ekki nóg komið, Davíð? Ferill hans síðustu vikur hefur verið stórkostlegur. Fyrst rústaði hann í Kastljósi trausti á Íslandi. Síðan sagði hann frá Rússaláni, er alls ekki var til. Svo efuðust menn um, að hann hafi farið rétt að Glitni. Nú dugar varla brottrekstur. Kominn niður úr botninum og verður líklega að flýja land.