Gerir grín að Íslendingum

Punktar

Washington Post gerir grín að íslenzkum kjósendum: Losuðu sig við einn pamamista sem forsætis og fengu svo annan panamista í hausinn. Það er ýmist í ökkla eða eyra hér á landi. Gengur vel fyrir leikhlé, en spilinu glutrað niður eftir hlé. Þannig urðu skiptin á Gunnlaugi Davíð (á að vera Sigmundi Davíð) og Bjarna Ben. Skoðanakannanir voru lengi góðar, píratar með 30%, en kosningarnar urðu verri, píratar með 15%. Lengi var nýrri stjórnarskrá ýtt fram, en allt í einu missti fólk móðinn. Íslendingar falla aftur og aftur fyrir gömlum brögðum, til dæmis ofsafengnum kosningaloforðum og ótrúverðugri eigin staðsetningu gerviflokka, svo sem kom í ljós núna um áramótin.

Washington Post