Georgía hóf stríðið

Punktar

Fjölþjóðlegir eftirlitsmenn hafa komizt að raun um, að Georgía hóf stríðið í Suður-Ossetíu. Þótt Rússland sé ekki alveg saklaust í málinu. Georgía hóf tilefnislausar loftárásir á óbreytta borgara í höfuðborginni Tskinvali, áður en Rússland kom til skjalanna. Það var aðfaranótt 7. ágúst. Sama dag réðst her Georgíu inn í Suður-Ossetíu. Hernaður Rússland var svar við ofbeldinu. Mikeil Saakasvili, forseti Georgíu fór með rangt mál í upphafi stríðsins. Sú er niðurstaða hinna óháðu eftirlitsmanna. Saakasvili tefldi glannalega og tapaði. Vesturlönd komu honum ekki til hjálpar, töldu málstaðinn glataðan.