John Reid stríðsráðherra Bretlands sagði í gær, að Genfarsáttmálinn um meðferð fanga og óbreyttra borgara í stríði væri úreltur. Hann telur Bretland og Bandaríkin ekki hafa svigrúm til að pynda fanga og valda ógn og skelfingu í þriðja heiminum. Samkvæmt þessu er Bretland sammála Bandaríkjum um rekstur pyndingabúða og um loftárásir á óbreytta borgara í þriðja heiminum. Um helgina kom líka í ljós, að brezki herinn rak pyndingabúðir fyrir kommúnista upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Það er gömul saga, að engilsaxnesku ríkin hrokafullu telja sig yfir lög og rétt hafin.