Geir H. Haarde hefur rangt fyrir sér. Það voru ekki mistök að heimila Íbúðalánasjóði að veita 90% lán. Sjóðurinn er félagsstofnun, sem á að gera almenningi kleift að eignast þak yfir haus. Svo framarlega sem ætla má, að fólk geti staðið við afborganir. Hlutverk hans er betra en forverans. Hann á ekki að lána svo lítið, að bankarnir komist að með sína okurvexti. Einmitt nú hefur komið í ljós, að Íbúðalánasjóður er eina ljósið í myrkri okurlána. Banka-slúbbertum er illa við sjóðinn og rægja hann hjá Geir. Hann trúir öllu, er þeir segja honum. Geir verður að leita sér nær að sökudólgi.