Geir H. Haarde forsætis skammast sín fyrir að hafa talað við Gordon Brown forsætis um aðild að Evrópusambandinu. Skrifstofa brezka ráðherrans gaf út tilkynningu um, að þeir hefðu rætt aðildina. Síðan dró skrifstofan þetta til baka. Væntanlega að kröfu Geirs. Enga aðra rökrétta ástæðu er að finna fyrir afturkalli tilkynningarinnar. Gott er, að Geir geti einhvers staðar rætt í laumi um aðild að Evrópu. Ekki gerir hann það hér. Hann skammast sín ekki fyrir að segja Íslendingum, að Evrópuaðild sé ekki til umræðu. Og hann skammast sín fyrir að vera staðinn að því að ræða málið í laumi í útlöndum.