Verstu mistök Geirs Haarde voru að láta skattgreiðendur að þeim forspurðum taka ábyrgð á innistæðum banka umfram löglegt hámark. Kostar okkur á næstu árum hundruð milljarða, sem við hefðum þurfta að eiga í velferðina. Gerði þetta fyrir hina fáu ríku, sem áttu allan þorra fjárins. Flokkur Geirs hefur ætíð tekið sérhagsmuni ríkra fram yfir hag fátækra. Steingrímur J. Sigfússon endurtók mistök Geirs í smærri stíl. Lét skattgreiðendur að þeim forspurðum taka á sig ábyrgð á innistæðum sparisjóðs. Aftur var gætt hagsmuna auðfólks. Báðir unnu eftir reglunni: Allur gróði er einkaaðila, allt tap er ríkisins.