Geir og Ingibjörg með dapran fund

Punktar

Lélegur blaðamannafundur Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vakti ekki mitt traust. Geir Haarde hefur enn ekki hugmynd um, að hann og stjórn hans hafi gert neitt af sér. Slíkum manni treystum við ekki. Um þau bæði gildir, að þau hafa ekki hugmynd um upphæð IceSave tjónsins. Enn er vitnað í Björgólf Guðmundsson sem heimildamanns um það! Er dæmi um, að þau ráfa í villu og þoku. Enginn hefur verið rekinn vegna ömurlegrar frammistöðu íslenzkra stjórnvalda og embættismanna. Enn hefur ekkert komið fram um, hverning atvinnulífið eigi að ganga. Enn stefnir þjóðfélagið í gjaldþrot.