Geir H. Haarde vill ekki tjá sig sig um brottför Árna Magnússonar úr ríkisstjórn. Venjan er þó, að formaður samstarfsflokks segi að minnsta kosti einhver kurteisisorð af því tilefni, þótt innihaldslaus séu. Spurning er, hvort Geir hafi verið svona illa við Árna, hvort honum sé svona illa við fjölmiðla eða hvort honum sé svona illa við að koma í sviðsljósið. Þessir þrír möguleikar eru allir vondir fyrir Geir. Starfsmenn í ráðuneytinu hefðu vafalaust getað komið saman einni málsgrein fyrir hann, svo að þögn hans æpti ekki eins mikið og hún gerir nú.