Geir hyggst berja þjóðina

Punktar

Undir forustu Geirs Haarde er ríkisstjórnin komin í styrjöld við okkur. Hún ætlar að binda á herðar okkar skuldabagga, sem nema milljónum króna á hvert mannsbarn. Fjármálastefna hennar leiðir til risa-atvinnuleysis í landinu. Hún leiðir til hruns krónunnar og tilheyrandi hruns lífskjara. Á sama tíma stofnar hún 250 manna varalið. Það á að berja fólk, sem mótmælir þessu, og gefa því lost það rafbyssum. Varaliðið fær sex óeirðabíla og færanlegar fjarskiptamiðöstöðvar. Aðgerðir stjórnarinnar fela samtals í sér valdarán. Efnahagslega og hernaðarlega er ríkisstjórnin komin í styrjöld við okkur.