Geir er strandkapteinn

Punktar

Ef skip strandar, er skipstjórinn sjálfur ákærður. Ábyrgð hans minnkar ekki, þótt ákæruvaldið hafi látið undir höfuð leggjast að ákæra fyrsta stýrimann og fyrsta vélstjóra. Geir H. Haarde var búinn að vera árum saman skipstjóri á skútunni, sem strandaði 2008. Situr því réttilega fyrir Landsdómi. Tók við hlutverki hins fyrnda Davíðs Oddssonar, hélt áfram óhæfuverkum hans, stífri einkavinavæðingu og markvissu eftirlitsleysi. Allur þingflokkur Geirs var meðsekur í óhæfuverkunum, þar á meðal flestir núverandi þingmenn. Gott væri því að hafa þá alla fyrir dómi, en Geir verður að nægja sem strandkapteinn.