Ekki reka Davíð, ekki persónugera hrunið. Engum er um að kenna, hrunið kom óvart að utan, gerðist bara. Þetta voru kenningar Geirs Haarde í Kastljósi í gærkvöldi. Þær hafa verið marghraktar. Skelfilegur ferill Davíðs hefur verið margsagður frá upphafi til enda. Margir sérfræðingar, innlendir og erlendir, vöruðu mánuðum og árum saman við hruninu. Geir Haarde er enn í afneitun. Kastljósið sýndi óhæfan forsætisráðherra, sem getur ekki tekið ákvarðanir og treður marvaðann. Hann er brennuvargurinn, sem vill áfram vera brunaliðsstjóri. Þjóðin verði áfram að treysta honum blint í þokunni.